Komdu að leika! Útleikir í Árbæjarsafni um verslunarmannahelgina

Komdu að leika! Útleikir í  Árbæjarsafni um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina verður venju samkvæmt blásið til fjölbreyttrar leikjadagskrár á Árbæjarsafni. Dagskráin er ætluð krökkum, en hún er að sjálfsögðu opin öllum þeim sem ætla að njóta þess sem Reykjavík hefur upp á að bjóða, þessa mestu ferðahelgi ársins.

Frá kl. 14:00, bæði sunnudaginn 31. júlí og mánudaginn 1. ágúst, geta gestir keppt í pokahlaupi, skjaldborgarleik og reiptogi, svo nokkuð sé nefnt.

Á safninu er fjölbreytt úrval af útileikföngum sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur og síðast en ekki síst flottir kassabílar. Þá verður hægt að grípa í badmintonspaða á svæðinu og á gamaldags róluvelli verður hægt að leika í rólunum, vegasaltinu eða í sandkassanum.

Eftir sýningu Brúðubíllsins er tilvalið fyrir yngstu kynslóðina að heimsækja sýninguna „Komdu að leika“ í einu safnhúsinu sem kallast Landakot en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með.

 Í Árbæ má kynnast sveitalífi fyrri alda og í haga er að finna hesta, folald, kindur og lömb.

 Í Dillonshúsi verða að sjálfsögðu ljúffengar veitingar í boði alla helgina.

Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni – eitt safn á fimm frábærum stöðum

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0