Sjón verður með leiðsögn á Kjarvalsstöðum á sýningunni myrkraverk

Myrkraverk: Leiðsögn með Sjón á Kjarvalsstöðum

Sjón. Ljósmynd: Jóhann Páll Valdimarsson.

Myrkraverk: Leiðsögn með Sjón
Sunnudag 28. janúar kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Rithöfundurinn Sjón tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Myrkraverkmeð áherslu á verk Alfreðs Flóka.

Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim. Hvort tveggja endurspeglar mannlega tilvist, samskipti, tilfinningar og hugarástand. 

Sýningin er uppfull af dularfullum og spennandi verkum sem kveikja á ímyndunaraflinu einmitt á myrkasta tíma ársins.

Hér mætast ólíkar kynslóðir listamanna:
Alfreð Flóki (1938–1987)
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971)
Jóhanna Bogadóttir (1944)
Kristinn Pétursson (1896–1981)
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
Sigurður Ámundason (1986)

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0