Í dag, 8. nóvember,opnar Haraldur Bilson málverkasýningu í Gallerí Fold við Rauðarárstíg.
Bilson er af íslensku bergi brotinn, fæddur í Reykjavík 1948 af íslenskri móður, Kristjönu Jónsdóttur frá Hnífsdal. Faðir hans,James Bilson, var Englendingur. Þegar Kristjana giftist varð hún að afsala sér íslenskum ríkisborgararétti samkvæmt þágildandi lögum.


Haraldur var skírður eftir látnum manni sem vitjaði nafns til móður hans, í draumi, mörgum árum áður en hann fæddist. Íslenskara getur það ekki verið.
Fyrir nokkrum árum fékk Harry og móðir hans aftur íslenskan ríkisborgararétt og notar hann nafnið Haraldur hérlendis.Hann hefur verið ástríðufullur listamaður og málari frá unga aldri. Hann er íslenskur listamaður sem þekktur er um allan heim af verkum sínum, sem hann hefur selt í þúsundatali í öllum heimsálfum.
Bilson hefur unnið að list sinni í fjölda landa þar sem hann hefur dvalið, m.a. Ástralíu, Kína, Bandaríkjunum,Kanada, Írlandi, Íslandi og víðar.
Hann hefur haldið sýningar vítt og breitt um heiminn, í Norður- og SuðurAmeríku,Japan,Hong Kong, Úrúgvæ og víðsvegar um Evrópu. Hann var ekki uppgötvaður af löndum sínum fyrr en árið 1997 er hann hélt sína fyrstu sýningu í Gallerí Fold.


List hans er óður til lífsins og gleðinnar.
Eftir Jóhann J.
Ólafsson