Elínborg Ostermann Jóhannesdóttir er fædd 1954 í Reykjavík
Elínborg flutti til Vínarborgar árið 1974, þar sem hún kynntist vatnslitamálun og sótti tíma hjá þekktum listamönnum í þeirri grein, m.a. Bernhard Vogel, Gerhard Almbauer, Kurt Panzenberger og Ingrid Buchthal. Elínborg heillaðist af töfrum vatnslitana, þess að glíma við óúreiknanlega útkomu, þegar vatn og litir blandast saman og nánast enginn möguleiki er á að breyta og leiðrétta það, sem komið er á pappírinn. Síðustu árin hefur hún snúið sér að abstrakt málun með akryllitum og blandaðri tækni auk þess sem hún hefur stundað nám í portret og modelteikningu í Kunstfabrik Wien árin 2018 – 2020
Hin hliðin:
Dotorspróf í Vín
ELÍNBORG Jóhannesdóttir tók við doktorsgráðu í lífefnafræði við háskólann í Vín hinn 28. nóvember 1984 Sérgrein hennar er erfðaverkfræði og fjallaði verkefni hennar um erfðaeiginleika í bakteríum sem valda útbreiðslu ónæmis við fúkkalyfjum (antibiotics).
Rannsóknir sínar stundaði hún hjá lyfjafyrirtækinu Sandos (nú Novartist), og beindust þær að kjarnsýrugreiningu til að upplýsa hegðun kjarnsýru við útbreiðslu hennar milli baktería, en þessi kjarnsýra ber erfðaeiginleika sem valda ónæmi. Hún starfaði síðan í 35 ár hjá Boehringer Ingelheim í Vín, sem er þýzkt lyfjafyrirtæki með aðsetur krabbameinsrannsókna í Vín. Þar vann Elínborg að rannsóknum á þróunn nýstárlegra mótefna gegn krabbameini til starfsloka árið 2019.
Elínborg útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og lauk diplom-prófi í lífefnafræði frá Háskólanum i Vín 1981 og síðar doktorsgráðu 1984. Hún er dóttir Ingibjargar Ólafsdóttur og Jóhannesar Einarssonar verkfræðings. Hún var gift Haraldi Ostermann og eiga þau tvö börn. Þau eru búsett í Vínarborg. Sjá meira hér
Elínborg vann 1998 -1999 á rannsóknarstofu íslenskrar erfðagreiningar.
Sjá fleiri greinar um myndlist klikka hér
Ný sýning á gallery Fold 12 sep. sjá hér videó