Sýning Auðar Ómarsdóttur (1988) Kassbomm í Gallerí Þulu er fjórtánda einkasýning listakonunnar. Sýning þar sem Auður vinnur málverk sín, eins og allt sem hún gerir, á persónulegum nótum. Verk Auðar á sýningunni, er að mörgu leyti frásögn af hennar eigin óléttu, fallega fléttað saman í fallegu rými. Hún færir sínar upplifanir í myndrænt form, þáttum í hennar nærumhverfi, persónuleg verk. Sterk sýning í einu fallegasta sýningarrými landsins, Þulu í Marshallhúsinu.
Frá sýningu Auðar Ómarsdóttir, Kassbomm:
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 22/09/2023 : RX1RII : 2.0/35mm Z