Á Íslandi er bara tvær árstíðir ef horft er á almanakið. Við höldum upp á Sumardaginn fyrsta í lok apríl, og fyrsta vetrardag í lok október, í ár er fyrsti vetrardagur þann 28. október. Nú dimmir hratt, og þegar sólar nýtur við, er birtan aldrei fallegri en á þessum árstíma. Sólarbirtan er enn sterk, en lágt á lofti og gefur fallega skugga. Sólarupprás í Reykjavík nú í lok október er rétt fyrir níu, sólsetur um hálf sex. Október er ekki kaldur mánuður, meðalhitinn síðustu þrjátíu ár í höfuðborginni er 5.6°C / 42°F. Sem er mjög svipað og árshitameðaltal höfuðborgarinnar. Það eru bara fimm mánuðir hlýrri, mánuðirnir frá maí fram til september. Land & Saga brá undir sig betri fætinum, til að glíma við þessa fallegu haustbirtu sem hefur glatt okkur nú í lok október.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 23/10/2023 – A7RIII, A7R IV : FE 1.4/85mm, FE 2.8/50mm, FE 2.8/100mm GM