Viktor Orri Árnason,fiðlu- og víóluleikari og Rubin Kodheli, sellóleikari, halda tónleika í Hannesarholti föstudaginn 22.mars kl.20 sem þeir nefna SOUND OF BEING.
„Komdu á dýptina með okkur á tónleika með yfirskriftinni ‘The Sound of Being’ þar sem ósýnilegar víddir hljóðfæranna okkar taka sviðsljósið. Þessi viðburður er ekki bara tónlistarflutningur; hann er boð um að ferðast um mörk tíma og rýmis.” Rubin Kodheli
Þegar þú stígur inní hljóðríki okkar skaltu búa þig undir ferðalag um hljóðheima sem blanda hinu forna við víddir framtíðar, hinu jarðræna við hið himneska. “ ‘The Sound of Being’ afhjúpar kjarna tónlistarinnar.“ Viktor Orri Árnason
Á tónleikunum blanda Viktor og Rubin hefðbundnum hljóðfærum og nútímatækni til að kanna möguleika og dýpt hljóðfæranna, setja hljóðfærin í nýtt samhengi. Leitast verður við að brúa bilið milli hins áþreifanlega og hinu óáþreifanlega.
Slástu í för með okkur í ‘The Sound of Being’ þar sem könnuð verða mörk þessara strengjahljóðfæra og áhrif þeirra á líf okkar.