UM SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON ARKITEKT

Fyrirlestur

21.04.202413:00–14:00

Halldóra Arnardóttir listfræðingur flytur erindið „Nútími, lífsgæði og vönduð vinnubrögð“ um arkitektinn Skarphéðinn Jóhannsson. Í erindi sínu fjallar hún um valin verk Skarphéðins og hvernig þau voru liður í nútímavæðingu landsins og auknum lífsgæðum. Verkin sem eru til umfjöllunar eru jafnt heimili sem og menntastofnanir. Skarphéðinn nálgaðist verkefni sín með hliðsjón af félagslegum aðstæðum og framtíðarsýn samfélagsins og því má segja að hann hafi átt stóran þátt í mótun þess samfélags sem við búum við í dag. Grundvallaratriði var að vanda til verka og framfylgja gæðaeftirliti. Á teiknistofu sinni lagði Skarphéðinn áherslu á heiðarleika gagnvart samtímanum, hafa skynbragð á fegurð og vera samkvæmur sjálfum sér.

Nánar um Skarphéðinn Jóhannsson:

Skarphéðinn Jóhannsson (1914-1970) var 38 ára þegar hann stofnaði arkitektastofu árið 1952 í Reykjavík. Hann hafði þá þegar lokið námi í húsgagnaarkitektúr frá Kunsthandværkskolen og arkitektanámi við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn. Á meðal bygginga sem hann teiknaði voru Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi og nýtt skólahúsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Notagildi og tilgangur, einfaldleiki og fegurð, hagkvæmni og hreinlæti voru Skarphéðni huglæg hugtök í allri hönnun um leið og hann ítrekaði að „náttúran er okkar lærimeistari – og mun ætíð verða það“.

Nánar um Halldóru Arnardóttur:

Halldóra Arnardóttir er sjálfstætt starfandi listfræðingur á Íslandi og Spáni, auk þess að vera gestakennari og fyrirlesari víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Halldóra nam listfræði í University of Essex í Englandi árið 1990 og lauk diplómanámi frá sama skóla ári síðar. Hún lauk meistaraprófi í nútímabyggingarlistasögu frá The Bartlett School of Architecture, UCL, í London árið 1992 og doktorsprófi árið 1999. Halldóra hefur gefið út fjölda bókaverka og sjónvarpsþátta um byggingarlist. Þar má nefna sjónvarpsþátt um Mannfreð Vilhjálmsson fyrir RÚV (2004), útvarpsþætti fyrir Ríkisútvarpið um hönnun og arkitektúr (2005-2007) og bækur á borð við Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur (2015).

psþátt um Mannfreð Vilhjálmsson fyrir RÚV (2004), útvarpsþætti fyrir Ríkisútvarpið um hönnun og arkitektúr (2005-2007) og bækur á borð við Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðingur (2015).

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0