Leikum að list!

Keramiksmiðja þar sem unnið er með íslenskan leir
Í Leikum að list smiðju maímánaðar kynnast gestir undrum íslenska leirsins og fá innblástur úr verkum Borghildar Óskarsdóttur á sýningunni Aðgát sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
Leirinn kemur beint úr íslenskri náttúru og gefst þátttakendum hér einstakt tækifæri til að mynda nýjar tengingar við land og sögu í gegnum eigin listsköpun.

Smiðjan hentar börnum öllum aldri og umsjónarmaður er Ada Stanczak keramikhönnuður og kennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Takmarkað pláss er í smiðjuna og skráning því nauðsynleg á vef Listasafnsins. Allt efni er tiltækt á staðnum. Frítt inn fyrir börn 18 ára og yngri og handhafa Árskorts og Menningarkorts.

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0