Nína Tryggvadóttir - listmári

NÍNA TRYGGVADÓTTIR

LJÓÐVARP – Sýninga tímabil til 3.1.2016

Listasafn Íslands Á sýningunni verður merkum listferli Nínu Tryggvadóttur (1913–1968) gerð góð skil með fjölda listaverka hennar og útgáfu. Verk Nínu Tryggvadóttur í safneign Listasafns Íslands eru 80 talsins, frá árabilinu 1938–1967, en auk valdra verka úr safneign verða sýnd lánsverk víða að, sem sjaldan eru sýnd, og valin verk í eigu Unu Dóru Copley, einkadóttur listamannsins, sem hafa mörg hver ekki áður verið sýnd á Íslandi.

Nína Tryggvadóttir nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Aðallega vann hún málverk með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir barnabækur sínar, pappírsverk og verk úr steindu gleri og mósaík, s.s. í Þjóðminjasafni Íslands, Skálholtskirkju, aðalbyggingu Landsbankans, afgreiðslusal Loftleiða á John F. Kennedy-flugvelli í New York og á Hótel Loftleiðum. Hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar, þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún sýndi verk sín á fjölda sýninga um heim allan, þeirra á meðal í ICA; Institute of Contemporary Arts, London, Palais des Beaux-Arts í Brussel og New Art Circle Gallery í New York. Hún er einn fjögurra íslenskra listamanna sem eiga verk í eigu MoMA; Museum of Modern Art í New York, auk þess sem verk hennar eru í eigu fjölda annarra listasafna og einstaklinga um heim.

 

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Sími 515-9600

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0