Sögufélag hefur gefið út bókina Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson. Í þessu mikla verki birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915. gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna. Þegar á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu en umsvið þeirra urðu mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
Í bókinni er lögð áhersla að fjalla um daglegt líf fólksins á hvalstöðvunum og eins er lítarleg grein gerð fyrir afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til veiðanna. Sú umfjöllun er svo sannarlega forvitnileg.
Í bókinni er sagt frá athyglisverðum tilraunaveiðum Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga við landið á árunum 1863-1872. Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu.
Á síðari hluta 29. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvaleiða og árið 1883 hófst norska hvalveiðitímabilið á Íslandi. Þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið.
Bókina prýða um 470 myndir og kort sem gæða umfjöllunina lífi og hefur drjúgur hluti myndefninsins ekki komið fyrir sjónir Íslendinga fyrr.
Í þessu mikla verki birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915. Gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna.
Þegar á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu en umsvif þeirra urðu mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Í bókinni er lögð áhersla að fjalla um daglegt líf fólksins á hvalstöðvunum og eins er ítarleg grein gerð fyrir afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til veiðanna. Sagt er frá athyglisverðum tilraunaveiðum Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga við landið á árunum 1863-1872. Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu. Á síðari hluta 19. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvaleiða og árið 1883 hófst norska hvalveiðitímabilið á Íslandi. Þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið.
Efnisyfirlit:
Formáli
- Mikilvægi hvals á fornum tímum
- Hvalveiðar í Arnarfirði og tilraunir Íslendinga á sviði hvalveiða á 19. öld
- Hvalaskyttur við Arnarfjörð
- Misheppnaðar tilraunir til að gera hvalveiðar að sjálfstæðri atvinnugrein
- Tegundir hvala sem koma við sögu
- Baskar voru frumkvöðlar – aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið
- Veiðarnar í upphafi
- Haldið á ný mið
- Baskar á Íslandi
- Ný ríki taka forystu á sviði hvalveiða
- Veiðarnar við Svalbarða
- Hvalveiðar Ameríkana
- Ísland vettvangur tilraunaveiða Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga
- Hvaleiðar Bandaríkjamanna undir forystu Thomas Welcome Roys og Gustavus Adolphus Lilliendahls
- Otto Christian Hammer og veiðar Det danske Fiskeriselskab
- Caspar Johsephus Bottemanne og hvaleiðar Nederlansche Walvischaart N.V. við Ísland
- Athyglisvert tímabil í hvalveiðisögunni
- Svend Foyn – upphafsmaður nútíma hvalveiða
- Svend Foyn frá Túnsbergi í Vestfold
- Svend Foyn og hvalveiðarnar
- Norska hvalveiðitímabilið á Íslandi 1883-1915 – yfirlit
- Hvalstöðvarnar
- Hvalveiðibátar og flutningaskip
- Hvalstöðvar á Vestfjörðum á norska tímabilinu 1883-1915
- Hvalstöðvarnar á Langeyri í Álftafirði
- Hvalstöðin á Sólbakka í Önundarfirði
- Hvalstöðin á Höfðaodda (Framnesi) í Dýrafirði
- Hvalstöðin á Dvergasteinseyri í Álftafirði
- Hvalstöðin á Meleyri í Veiðileysufirði
- Hvalstöðin á Uppsalaeyri í Seyðisfirði
- Hvalstöðvar á Austfjörðum á norska tímabilinu 1883-1915
- Hvalstöðin á Norðfirði
- Hvalstöðin á Asknesi í Mjóafirði
- Hvalstöðin á Sveinsstaðaeyri í Hellisfirði
- Hvalstöðin í Hamarsvík í Mjóafirði
- Hvalstöðin á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði
- Hvalstöðin á Svínaskálastekk við Eskifjörð
- Matföng sótt til hvalstöðvanna
- Matarkistur á Vestfjörðum
- Hvalurinn var einnig búbót fyrir austan
- Hvalaþjósur og skepnudauði
- Alvarlegt fár í búpeningi
- Leitað liðsinnis yfirvalda
- Velgjörðarmenn sinna samfélaga
- Ellefsen þótti vera hinn mesti bjargvættur
- Norskir veiðistjórar fetuðu í fótsport Ellefsens
- Veikindi og slysfarir
- Veikindi á hvalstöðvunum
- Slysfarir hjá hvalveiðimönnum
- Vélsmiðjur hvalstöðvanna og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag
- Hjörtu hvalstöðvanna
- Ýmsir lærðir meðferð véla á verkstæðum hvalstöðvanna
- Þættir um daglegt líf hvalveiðifólksins á Íslandi
- Gestkvæmt á hvalstöðvunum
- Hvalveiðibátarnir notaðir til fólksflutninga
- Búrekstur á hvalstöðvunum og viðskipti við nágrannabændur
- Guðsþjónustur og trúarsamkomur
- Skemmtanir og frístundir
- Rottuplágan á stöðvunum eystra
- Baráttan við Bakkus
- Almennt góð samskipti, ástir og hjónabönd
- Mikilvægar heimildir um daglegt líf erlends hvalveiðifólks á Íslandi
- Efnahagslegt mikilvæg hvalveiðanna fyrir landssjóð og sveitarfélög
- Landssjóður og hvalveiðarnar
- Sveitarsjóðirnir og hvalveiðarnar
- Hvalrekstrarkenningin og deilur um hana
- Afstaða til hvalveiða á fyrstu árum hins norska hvalveiðitímabils
- Háværar deilur á árunum 1898-1899
- Áberandi og harðar deilur á árunum 1902-1903
- Enn hefjast deilur á árinu 1907
- Afstaða stjórnvalda til hvalveiða á norska hvalveiðitímabilinu og lög um hvalveiðibann
- Frumvarp um friðun hvala samþykkt árið 1883 en synjað staðfestingar
- Stjórnin kemur til móts við kröfur sjómanna
- Friðunartími færður fram með lögum árið 1891
- Allir hvalir, nema smáhvalir og tannhvalir, friðaðir innan landhelgi árið 1903
- Frumvarp um að undanskilja frá hvalveiðibanninu þær hvalstöðvar sem þegar störfuðu
- Frumvarp um að hvalveiðibannið skyldi ekki taka til hvalstöðvarinnar í Hesteyrarfirði
- Síðasta hvalstöðin á norska hvalveiðitímabilinu hættir störfum
- Og sagan sigldi áfram sína leið
- Bókarauki: Íslendingar við hvalveiðistörf á suðurhveli jarðar
- Kerguelen-eyjar
- Suður-Georgía
- Suður-Afríka
- Brasilía
Smári Geirsson (f. 1951) stundaði nám í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands og lauk B.A. prófi 1976. Síðan lá leiðin í Háskólann í Björgvin í Noregi þar sem hann nam stjórnsýslufræði og lauk prófi 1971. Námi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands lauk hann 1980.
Smári hefur fengist við kennslu og ritstörf og var skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað 1983-1987. Þá átti hann sæti í bæjarstjórn Neskaupstaðar og síðar Fjarðarbyggðar í 28 ár. Smári hefur samið bækur og fjölda greina um austfirska sögu.
Sjá umfjöllun í Kiljunni sjá hér
Hvalveiðar á Íslandi:„Fyrsta vélvædda stóriðjan“
Sjá meira hér
“Getum lært af sögunnu” Fréttatíminn viðtal við Smára Gestsson sjá meira hér
„Lífið í þýskri hvalstöð í Fáskrúðsfirði“ Fiskifréttir Sjá viðtal við Smára Gestsson sjá meira hér
Viðtal við Smára Geirsson í Morgunblaðinu Sjá meira hér
Höfundur: Smári Geirsson
Útgefandi: Sögufélag
ISBN: 978-9935-466-04-4
Blaðsíður:586
Útgáfuár: 2015