Hrafntinnusker

Hrafntinnusker er 1.128 metra hátt fjall á gönguleiðinni Laugavegi. Staðurinn nefnist eftir hrafntinnu, sem finna má á víð og dreif um svæðið.

Af Hrafntinnuskeri er ágætt útsýni í allar áttir í björtu veðri. Í suðri blasa við Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull,
Kaldaklofsfjöll með Háskerðingi, Stóra-Grænafjall og Hattfell. Í suðaustri sést Torfajökull og í suðvestri Tindafjallajökull. Í norður Hofsjökull og Kerlingafjöll, í norð vestri ber mest á Þórisjökli og sést á Geitlandsjökul. Í norðaustur sjást Hágöngur,Bárðarbunga og Tungnafellsjökull. Í vestur Laufafell,Rauðfossafjöll og Hekla.

Ljósmynd: Friðþjófur Helgason

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0