Almenningsgarðar í Reykjavík

Víkurgarður við Aðalstræti, stytta Skúla Magnússonar

Fimmtudagur 30. júní kl. 20:00 – 21:00

Almenningsgarðar í Reykjavík – Kvöldgöngur í Reykjavík

icelandic times land og saga

Borgarsögusafn Reykjavíkur býður gestum og gangandi til sögugöngu fimmtudagskvöldið 30. júní kl. 20. Gangan hefst í Víkurkirkjugarði við Aðalstræti. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis.

Gönguna leiðir Bragi Bergsson sagnfræðingur sem mun fræða gesti  um sögu og þróun reykvískra almenningsgarða. Bragi fléttar saman frumheimildum sem og samtímaheimildum sem endurspegla yfirleitt þann tíðaranda þegar garðarnir urðu til. Einnig lýsa þær því umhverfi og þeim aðstæðum sem garðarnir spruttu uppúr. Á meðal þeirra garða sem heimsóttir verða í göngunni eru Víkurgarður, Austurvöllur, Alþingisgarðurinn, Hljómskálagarðurinn, Hallargarðurinn, Mæðragarðurinn og Bakarabrekkan.

Allir velkomnir og ókeypis þátttaka. Erindið fer fram á íslensku.