Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí og 10 ára afmæli  Landnámssýningarinnar

Á Alþjóðlega safnadaginn á Íslandi 18. maí verður haldið upp á 10 ára afmæli Landnámssýningarinnar í Aðalstræti og býðst gestum frítt inn á safnið í tilefni dagsins. Einnig verða sérstök afmælistilboð í safnbúðinni.

871_image_08Þennan dag verður Hjörleifur Stefánsson arkitekt með hádegisleiðsögn um Landnámssýninguna sem hefst kl. 12:10. Hjörleifur var verkefnastjóri sýningarinnar og mun hann skýra frá gerð hennar og hvernig farið var að því að gera fornleifarannsókninni skil á jafn myndrænan og áhugverðan hátt eins og raun ber vitni.

Kl. 17:00 þennan sama dag mun Orri Vésteinsson fornleifafræðingur fara með gesti í útileiðsögn, en Orri hafði umsjón með fræðilegu innihaldi sýningarinnar. Þátttakendur hittast í anddyri sýningarinnar þar sem Orri tekur á móti hópnum.

871_image_07Þá verður á sýningunni hægt að stilla sér upp með vopn, hjálma og aðra víkingaleikmuni og smella af mynd. Skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna!

Frá klukkan 15:00 -17:00 fá gestir að spreyta sig á fjaðurpennaskrift á kálfsskinn með heimalöguðu jurtableki undir leiðsögn Svanhildar Maríu Gunnarsdóttur.

Sýningin er opin frá 9:00-20:00 og eru allir velkomnir!

Frítt inn 18. maí í tilefni afmælisins og hins Alþjóðlega safnadags.

Kær kveðja,

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]

Sýningarstaðir Borgarsögusafns eru:
Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi,
Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði auk Viðeyjar.