Sýningaropnun – Augans börn

Laugardaginn 29. október kl. 14 verður opnuð myndlistarsýningin Augans börn í Ásmundarsafni við Sigtún. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.
Á sýningunni eru valin verk eftir listamennina Ásmund Sveinsson (1893–1982) og Þorvald Skúlason (1906–1984). Þeir lögðu báðir ríka áherslu á formrænt myndmál og sóru sig í ætt við móderníska hefð. Þrátt fyrir að þeir veldu sér ólíka miðla voru Ásmundur og Þorvaldur að mörgu leyti hugmyndabræður og talaði Ásmundur um Þorvald sem sálufélaga sinn í myndlist.asmundur-sveinsson-land-og-saga
Sýningarstjórar eru Bryndís Erla Hjálmarsdóttir og Viktor Pétur Hannesson.

Exhibition Opening – Children of the Eye
The exhibition Children of the Eye opens on Saturday, 29 October at 14h00 at Ásmundarsafn. Works by Ásmundur Sveinsson (f. 1893 – 1982) and Þorvaldur Skúlason (f. 1906 – 1984). The exhibition is a collaboration between Reykjavík Art Museum and the University of Iceland Art Collection.
Curators are Bryndís Erla Hjálmarsdóttir and Viktor Pétur Hannesson.

Nánari upplýsingar / Contact information:
Áslaug Guðrúnardóttir
Kynningar- og markaðsstjóri / PR and Marketing Manager
Tel. +354 820-1201 / [email protected]