Vinnustofa fyrir fjölskyldur í samstarfi við Biophilia-menntaverkefnið

Laugardag 6. febrúar kl. 13, Hafnarhúsi

listasafn reykjavikur islansd clickÍ tengslum við sýninguna Aftur í sandkassann – Listir og róttækar kennsluaðferðir fer fram vinnstofa fyrir fjölskyldur í samstarfi við Biophilia-menntaverkefnið, en það er þverfaglegt verkefni með aðkomu fræðimanna, vísindamanna, listamanna og kennara. Það byggir á því að hvetja börn og kennara til að nýta sköpunargáfuna með því að tengja saman tónlist, tækni og náttúruvísindi á nýstárlegan hátt. Nemendur læra með virkri þátttöku, tilraunum, leik og sköpun.

Biophilia menntaverkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Norrænu ráðuherranefndarinnar, Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur.
Vinnustofan hefst kl. 13 og er ókeypis. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning og nánari upplýsingar veitir fræðsludeild í síma 411-6400 eða á [email protected]