Bókhlöðustígurinn með sína sögu

Stöðlakot við Bókhlöðustíg 6 byggt af Jóni Árnasyni hinum ríka var reist árið 1872 og er líklega elsti steinbærinn í Reykjavík. Talið er að Stöðlakot hafi verið byggt fyrst um 1600, og þá ein af hjáleigum Víkur (Reykjavíkur). Nafnið bendið til að þarna hafi verið stöðull frá Vík, en stöðull er sá staður þar sem kvíaær og kýr voru mjólkaðar. Búskapur virðist hafa verið lítilfjörlegur samkvæmt Jarðabókinni frá 1703, Þá eru heimilismenn í Stöðlakoti taldir fimm, en kvikfénaður einungis tvær kýr. Túnið mjög grýtt, en vel ræktað.

Bókhlöðustígur dregur nafn sitt af bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík, byggt á árunum 1866-67, og jafnan kölluð Íþaka. En það var enskur heimsborgari, Charles Kelsall, eftir að komið hingað í heimsókn og hrifist af því að jafn fátæk og fámenn þjóð, gæti haldið uppi sjálfstæðu menningarlífi, ánafnaði hann í erfðaskrá sinni, árið 1853, 1000 pundum til að reisa bókhlöðu við Latínuskólann í Reykjavík, forvera MR. Þetta er fyrsta húsið sem eingöngu er byggt undir bókasafn á Íslandi. Stöðlakot er gegnt Íþöku, við sunnanverðan Bókhlöðustíg.

Stöðlakot er eitt elsta steinhús höfuðborgarinnar

Horft niður og vestur Bókhlöðustíg

Listaverk eftir Pál á Húsafelli (Páll Guðmundsson) við Stöðlakot

Íþaka, bókhlaða MR, byggð árin 1866-1867 með gjöf frá Charles Kelsall

Efri hluti Bókhlöðustígs

Horft upp Bókhlöðustíg frá Lækjargötu

Stöðlakot byggt árið 1872

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík  28/08/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z