,,Dropi Cod Liver Oil er 100% náttúruleg íslensk þorsklifrarolía”

–  segir Birgitta Baldursdóttir, einn þriggja eigenda True Westfjords

TrueWestfj.

Birgitta Baldursdóttir, einn þriggja eigenda True Westfjords

True Westfjords Trading ehf. hefur haft aðsetur í Sjávarklasanum síðan í upphafi ársins 2014. Fyrirtækið er sölu- og markaðsfyrirtæki, sem vinnur að því að markaðssetja vöruna Dropi Cod Liver Oil, extra virgin, á innlendum og erlendum mörkuðum. Dropi Cod Liver Oil er hugarfóstur þriggja athafnakvenna frá Vestfjörðum, þeirra Birgittu Baldursdóttur, Sigrúnu Sigurðardóttur og Önnu S. Jörundsdóttur, sem vinna að þróun og framleiðslu vörunnar í fyrirtæki sínu True Westfjords ehf. í Bolungarvík.

,,Dropi Cod Liver Oil er 100% náttúrleg íslensk þorsklifrarolía, sem er á allan hátt kaldunnin til þess að varðveita ferskleika olíunnar og mikilvægra næringarefna eins og vítamín A og D og viðkvæmra fitusýra. Aðferðin, sem notuð er við framleiðsluna, byggir á aðferðum íslensku landnemanna við að einangra þessa heilsubætandi olíu úr þorsklifrunum. Þorskurinn, sem notaður er við framleiðslu Dropi Cod Liver Oil, er sóttur frá línubátaflota Bolvíkinga og er lifrin flutt rakleiðis frá fiskmarkaði Bolungarvíkur í kaldskilun og pressun í verskmiðju True Westfjords, sem staðsett er aðeins nokkum metrum frá markaðinum,“ segir Birgitta Baldursdóttir. Með þessu móti er hægt að tryggja að framleiðslan sé ávallt fersk jómfrúar-olía, án viðbættra innfluttra vítamína. Vörunni hefur verið gífurlega vel tekið bæði hérlendis og erlendis, viðræður eru langt komnar við dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Kína og Skandinavíu.

-GG