EINAR JÓNSSON Myndhöggvari frá Galtafelli

EINAR JÓNSSON
Myndhöggvari frá Galtafelli

einar-jonsson-land-og-saga-einar0gannaFerðin vestur eftir hringveginum á Suðurlandi gengurgreitt og skömmu eftir að við höfum farið yfir Þjórsá komum við að vegamótum. Þar beygjum við til hægri af þjóðleiðinni og förum drjúga leið upp Skeið. En að því loknu er haldið yfir Stóru-Laxá og komið í Hrunarmnnahrepp. Þar einkennist landslag affögru graslendi meðal lágra og hömrum girtra fella, þar sem víða er stuðlaberg og aðrar áhugaverðar klettamyndanir. Eftir að hafa farið fáeinar bæjarleiðir upp eftir sveitinni verður fyrir okkur myndarbýlið Galtafell á hægri hönd. Við förum þangað heim til að virða fyrir okkur útsýnið á fœðingarstað Einars Jónssonar, myndhöggvara, og fáum þá ekki betur séð en að sumt í landslagi og náttúru umhverfisins endurspeglist að nokkru í verkum þessa mikla listamanns.

einar-jonsson-husid-land-og-saga

Einar var fæddur árið 1874 á Galtafelli í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Foreldrar hans voru ráðdeildarhjónin Gróa Einarsdóttir og Jón Bjarnason og áttu þau allmörg börn. Í æsku gekk Einar að öllum verkum eins og aðrir á heimilinu, en snemma þótti bera á því að hugur hans stæði til annars fremur en bústarfa. Einkum hreifst hann af öllu sera var í ætt við fagrar listir og gleymdi sér gjarna við að skoða myndir, teikna eða skera út. Foreldrarnir fundu að eitthvað óvenjulegt bjó í þessum syni þeirra. Kom þeim þá heist til hugar að styðja hann til mennta, svo að hann gæti síðar orðið prestur. Var honum í því skyni komið til náms hjá prestinum og skáldinu séra Valdemar Bríem á Stóra-Núpi. Þar vegnaði honum vel, en ekki vaknaði hjá honum minnsti áhugi á að ganga í þjónustu kirkjunnar. Fann hann það því betur sem lengur leið að hvorki vildi hann gerast bóndi né prestur, heldur vildi hann verða listamaður og þá heist myndhöggvari. Prestshjónin á Stóra-Núpi skildu hann og studdu með ráðum og dáð. Töluðu þau máli hans við Jón bónda á Galtafelli og hvöttu hann til að styrkja Einar til einhvers listnáms. Var loks ákveðið að reyna þetta og átján ára gamall hélt hann til Reykjavíkur, þar sem hann dvaldist einn vetur við nám í tungumálum og fleira. Kom hann þá oft í Landsbókasafnið til að skoða listaverkabækur og einnig í Alþingishúsið til að virða fyrir sér nokkur erlend málverk sem þar prýddu veggi.

einar-jonsson-land-og-saga-skolavorduholti
Árið eftir sigldi hann til Kaupmannahafnar og hóf nám við Konunglega listaháskólann. Tilsögn og vinnuaðstöðu fékk hann, meðal annars, hjá norska myndhöggvaranum Stefáni Sinding sem á þeim árum var einn fremsti listamaður Norðurlanda. Mjög sótti hann í að skoða listasöfn og hreifst sérstaklega af verkum Thorvaldsens, en sá mikli listamaður var af íslenskum ættum sem kunnugt er. Einn af félögum hans á námsárunum var myndhöggvarinn Edvard Eriksen sem líka var af íslenskum ættum og varð sérstaklega frægur fyrir að gera styttuna af litlu hafmeyjunni sem situr á steini við innsiglinguna til Kaupmannahafnar.
Einar lauk námi í höggmyndalist í Kaupmannahöfn og lagði síðan land undir fót og hélt til Suðurlanda. Dvaldi hann þá í Róm og öðrum forn- frægum borgum sem auðugar eru af listaverkum. Hann lifði ætíð sparlega og komst sæmilega af á fjárstuðningi frá föður sínum og dálitlum námsstyrk sem alþingi veitti honum. Eftir suðurgönguna settist hann að í Kaupmannahöfn, þar sem hann fékk sér vinnustofu og hóf að gera listaverk. Hélt hann sýningar og varð brátt víðkunnur sem frumlegur og hugsjónaríkur listamaður. Einnig ferðaðist hann talsvert og meðal annars dvaldi hann um skeið í Bandaríkjunum. Á þeim árum gerði hann höggmynd af Þorfinni karlsefni. En hann var alltaf mikill íslendingur sem þráði ættjörðina og vildi heist flytjast heim. Því var það að hann ákvað að gefa landinu verk sín, ef byggt yrði yfir þau sæmilegt hús í Reykjavik. Skrifaði hann alþingi bréf þar að lútandi. Var boði hans tekið um síðir og þótt fjárveiting væri í minna lagi komst húsið upp árið 1923, því að margir aðdáendur listar Einars lögðu málinu lið.einar-jonsson-safn-land-og-saga
Einar valdi húsi sínu stað á Skólavörðuhæð, þar sem þá var gott rými og víðsýnt til allra átta. Þar kom hann síðan fyrir höggmyndum sínum og öðrum listaverkum. Einnig fékk hann íbúð í sama húsi og settist þar að ásamt konu sinni sem var dönsk og hét Anna Jorgensen. Var hún og systir Franziscu, konu Gunnars Gunnarssonar, rithöfundar. Einar var forstöðumaður safns sins og dvaldist til æviloka í þessu húsi. Hann hélt áfram að sinna list sinni, þar til hann féll frá árið 1954, áttræður að aldri.einar-jonsson-safn-land-og-saga-2
Ýmsar höggmyndir gerði Einar fyrir erlenda aðila og hafa verk hans farið víða og borið hróður listamannsins út um heiminn. En mjög mörg verka hans eru þó varðveitt í safni hans í Hnitbjörgum á Skólavörðuhæð. Þangað koma á ári hverju fjölmargir innlendir og erlendir gestir til að njóta þess að skoða fagra og þjóðlega list þessa snillings. Þá hafa allmargar höggmyndir hans verið reistar á almannaíæri í Reykjavik og víðar. Alkunn er mynd hans sem kallast Útilegumaðurinn og stendur bæði í Reykjavik og á Akureyri. Þá kannast allir við styttu hans af Ingólfi Amarsyni, fyrsta landnámsmanninum, sem stendur hátt á Arnarhóli í miðborg Reykjavíkur, styttur Hannesar Hafsteins og Kristjáns IX. framan við Stjómarráðshúsið, og styttu Jónasar Hallgrímssonar í Hljómskálagarðinum, svo að eitthvað sé talið af mörgum listaverkum hans. Árið 1911 gerði Einar styttu af Jóni Sigurðssyni sem nú stendur á Austurvelli, gegnt Alþingishúsinu. Á fótstalli þeirrar styttu eru lágmyndir og þar á meðal er ein af brautryðjanda sem veltir björgum úr leið, svo að fær verði íyrir þá sem á eftir koma. Mynd þessa brautryðjanda er táknræn fyrir Jón Sigurðsson, hinn ötula og trausta foringja okkar í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. En líka má segja að hún eigi við um Einar Jónsson sjálfan, því að hann var brautryðjandi í listgrein sinni hér á landi, gekk ótrauður á undan og vísaði öðrum veginn.hnitbjorg-einar-jonsson-landogsaga
einar-jonsson-land-og-saga-safn38einar-jonsson-landogsaga

Texti: Jón R. Hjálmarsson