Eldgos í kortunum?

Það er mjög óvenjulegt, að landris sé hafið á ný undir eldstöðinni sem gaus við Fagradalsfjall, við Litla Hrút frá 10. júlí til 5. ágúst. Það hefur ekki skeð áður að landris, með kvikinnflæði hafi hafist svo skömmu eftir eldgos, en það gaus í eldstöðinni bæði í mars 2021, og síðan í ágúst 2022, efir 700 ára hlé. Eftir fyrri gos liðu mánuðir frá því að landris hófst að nýju. Nú er eitthvað óvenjulegt í gangi. Hraunið sem hefur komið upp í þessum þremur gosum, er ólíkt því hrauni sem skapaði Reykjanesið. Líkara í samsetningu þeim hraunum sem koma upp við miðbik landsins, eins og við Heklu, okkar öflugasta eldfjall. Ef… eða þegar gýs næst við Fagradalsfjall mætti ætla að hraunið myndi renna til norðurs, í átt að fjölfarnasta þjóðvegi landsins, Keflavíkurveginum. Frá eldstöðinni eru einungis fáeinir kílómetrar þangað, og það án hafta, slétt land. Þjóðvegi sem tengir alþjóðaflugvöllinn í Keflavík við Reykjavík, og landið allt. Já það er eitthvað óvenjulegt að gerast á Reykjanesskaga, í næsta nágrenni  við höfuðborgina. 

Eldgosið í ágúst 2023

Eldgos í Holuhrauni. Holuhraun september 2014

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík  02/09/2023 :A7RIII : FE 1.4/85mm GM