Norðlendingurinn Sigtryggur Bjarni Baldvinsson (1966) er einn af okkar albestu myndlistarmönnum. Nú stendur yfir á Listasafni Íslands, sýning hans, Fram fjörðin, seint um haust. Sýningin samanstendur af stórum vatnslitaverkum, máluðum á síðustu tveimur árum í Héðinsfirði. Eyðifirði í Eyjafirði, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. En Sigtryggur Bjarni hefur skrásett náttúrana í firðinum með verkum sínum síðastliðin 17 ár.
Verkin á sýningunni endurspegla ástand mála í stóra samhenginu, þar sem náttúruváin er undirliggjandi þema,
það ríkir haust, og búast má við hörðum vetri. Sýning Sigtryggs Bjarna er ekki bara falleg, hún fær okkur til hugsa.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 07.07/2023 : A7C, RX1R II – FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z