Fornbíladagurinn á Árbæjarsafni

Hinn árvissi Fornbíladagur verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 1. júlí. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum og spjalla við gesti og geta gefið góð ráð um meðferð fornbíla. Heimsókn á Árbæjarsafn gefur fólki kost á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Starfsfólk klæðist fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu verður tóskapur til sýnis. Í haga eru kindur, lömb og hestar. Heitt verður á könnunni í Dillonshúsi og boðið upp heimilislegar veitingar.

Dagskráin stendur frá kl. 13-16. En safnið er opið 10-17 yfir sumartímann. Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur – eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0