Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Forseti númer 007

Samkvæmt Landkjörstjórn eru rúmlega sextíu einstaklingar að safna meðmælendum til framboðs að verða næsti Forseti Íslands. Forsetakosningarnar fara fram þann 1.júní og verður nýr forseti, sjá sjöundi frá lýðveldisstofnun fyrir 80 árum, settur í embætti þann fyrsta ágúst. Hver frambjóðandi þarf að safna 1500 meðmælendum, sem er sami fjöldi og var við lýðveldisstofnun árið 1944. Þá var þjóðin 125 þúsund manns, nú erum við 400 þúsund. Það sem er einnig mjög sérstakt við forsetakosningar á Íslandi, er að það er bara ein umferð. Þannig að við gætum fengið einhvern vitleysing sem forseta sem einungis 2% þjóðarinnar kaus. Framboðsfrestur er til klukkan 12 á hádegi þann 26. apríl, 36 dögum fyrir kosningar. Ef öllum þessum sextíu sem hyggja á framboð ná 1500 meðmælendum, sem þarf, hafa 90.000 manns skrifað undir. Í síðustu Alþingiskosningum kusu 203 þúsund manns, 80,1% atkvæðisbærra manna. Þannig að það er ekki mikið til skiptanna. Stærstu nöfnin sem eru í framboði hingað til, en beðið er eftir yfirlýsingu frá Katrínu Jakobsdóttur Forsætisráðherra eru Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar, Baldur Þórhallsson prófessor, Jón Gnarr fyrrverandi Borgarstjóri í Reykjavík, Ásdís Rán Gunnarsdóttir Playboy fyrirsæta, Jakob Frímann Magnússon alþingismaður og Stuðmaður, síðan minni spámenn eins og Arnar Þór Jónsson lögfræðingur og Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir, og auðvitað Ástþór Magnússon friðarsinni, en hann hefur boðið sig fram til forseta síðan á síðustu öld, og stundum fengið miklu færri atkvæði en þeir 1500 meðmælendur sem mæltu með honum til Landskjörstjórnar.

 

Baldur Þórhallsson
Jón Gnarr
Halla Hrund Logadóttir
Arnar Þór Jónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ísland 02/04/2024 : Texti : Páll Stefánsson