Friðarsúlan í Viðey tendruð á afmælisdegi Yoko Ono 18. febrúar

icelandic times

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð fimmtudaginn 18. febrúar kl. 19 í tilefni af afmælisdegi Yoko Ono og mun loga á henni þar til kl. 9 þann 19. febrúar.
Fridarsulan-Nordurljos_high res
Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu Johns Lennons. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði. Friðarsúlan, tekur á sig form óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.

Gudlaugur Ottesen
Friðarsúlan er samstarfsverkefni Yoko Ono, Reykjavíkurborgar, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur.

Guðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]