Game of Thrones á þingvöllum

Þessi myndaserían mín, um upptökustaði þáttanna Game of Thrones, er frá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þar var áttundi þátturinn tekinn upp.

 Ævintýri í íslensku landslagi er auðfundin. Það þarf ekki annað en að aka einhverja leiðina sem liggur frá Reykjavík og fyrr en varir ber spennandi, náttúruleg mótíf fyrir augu!

 Ökuferð til Þingvalla tekur til dæmis um eina klukkustund. Þar er fagurt um að litast og merkileg náttúrufyrirbæri svo að segja við hvert fótmál. Fagrir fossar, hraungjár og gjótur með uppsprettuvatni sem myndar rennandi læki, klettar og klungur, norðurslóðagróður.

 Engin tilviljun að aðstandendur Game of Thrones notfærðu sér marga staði á Þingvöllum sem vettvang sögunnar og myndrænan bakgrunn til að auka á dramatíska atburðarás.

 Óráðlegt er að kynna sér Þingvelli á hraðferð. Miklu frekar ætti að gefa sér góðan tíma til að fara um svæðið, skoða sig um og soga í sig söguna á stað þar sem Íslendingar komu saman til forna á fyrsta þjóðþingi veraldar. Alþingi Íslendinga var stofnað á Þingvöllum árið 930 og varð á ýmsum sviðum fyrirmynd margra annarra þjóðþinga.

Fólk á ferð ætti að búa sig undir hvers kyns veðurfar og gera ráð fyrir að veður geti breyst á skömmum tíma. Sólskin, rigning, logn, rok. Þingvellir hafa sinn sjarma hvernig sem viðrar!

 Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Staðurinn var samþykktur á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sumarið 2004.

Ljósmynd og texti: steinipip