Listasafn ASÍ :9. apríl til 8. maí 2016
Eggert Pétursson og
Helgi Þorgils Friðjónsson
GENGIÐ Í BJÖRG
Laugardaginn 9. apríl kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum listamannanna Eggerts Péturssonar og Helga Þorgils Friðjónassonar. Þeir eru þekktir fyrir verk sín en á sýningunni í Listasafni ASÍ eru málverk og teikningar sem þeir hafa þeir unnið saman auk innsetningar í rými Gryfjunnar.
Hugmyndin að sýningunni sem þeir nefna Gengið í björg tengdist upprunalega bókaútgáfu og kviknaði þegar þeir félagar sýndu saman í Salzburg árið 2005. Bókin er nú orðin að veruleika og í henni eru ljósmyndir af öllum verkum sýningarinnar. Guðmundur Ingi Úlfarsson er hönnuður en útgefandi er Crymogea.
Sýningin stendur til 9. maí og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar hjá Listasafni ASÍ
Freyjugötu 41
s. 511 5353
www.listasafnasi.is
[email protected]