Gistiheimilið Kast í Staðarsveit (Snæfellsbæ)

Umkringt stórkostlegri náttúru

Gistiheimilið Kast í Staðarsveit er staðsett í landi Lýsudals í Staðarsveit, Snæfellsbæ. Gistiheimilið var opnað árið 2011 og hefur lengst af boðið upp á 16 uppábúin tveggja manna herbergi. Gengið er inn í stærri herbergin utan frá og eru þau með sér baðherbergi með sturtu en hvað minni herbergin varðar nýta tvö sama baðherbergið auk þess sem tvö eru með sameiginlegan inngang. Öll herbergin eru þó rúmgóð og hefur verið hægt að bæta við aukarúmum ef þarf.
IMG_3245Vegna góðrar aðsóknar frá upphafi var heilu húsi bætt við í vetur. Í því eru 11 herbergi; sjö eru tveggja manna, tvö þriggja manna og tvö fjölskylduherbergi fyrir fjóra. Sér baðherbergi er í öllum herbergjum.
Glæsilegur veitingasalur er á gistiheimilinu sem rúmar um 60 manns og er boðið upp á veitingar frá morgni til kvölds.
„Við erum með allt heimabakað og fjölbreyttan matseðil í hádeginu og á kvöldin,“ segir Lydia Fannberg Gunnarsdóttir, eigandi staðarins. Lögð er áhersla á hráefni úr héraði. Þá er hægt að panta nesti til að hafa með sér.

IMG_3250Synt í ölkelduvatni
Gistiheimilið Kast er umkringt stórkostlegri náttúru við rætur hins fallega Lýsuskarðs. Þeir sem kjósa geta sofið í tjaldi á tjaldstæðinu við gistiheimilið sem kallast Á Eyrunum. Þar eru salerni og sturtur auk kolagrills og rafmagnstengingar fyrir húsbíla og fellihýsi.
Lýsuhólslaug er rétt við gistiheimilið. „Það er mjög heilsusamlegt að fara þar í sund,“ segir Lydia en heitt ölkelduvatn er í lauginni sem er mjög steinefnaríkt og talið vera hollt og græðandi. Engum klór er blandað í vatnið.
„Þá er hægt að fara upp í fjallið fyrir ofan og drekka ölkelduvatnið sem þar er að finna.“
IMG_089610.02.2015 128IMG_0899Seld eru veiðileyfi í vatnasvæði Lýsu, en þangað er tveggja mínútna akstur, þar sem hægt er að veiða lax, silung og sjóbirting.
Hestaleiga er á staðnum og er boðið upp á eins til þriggja klukkustunda langar hestaferðir og er leiðsögumaður alltaf með í för.
Stutt er í fallegar gönguleiðir frá gistiheimilinu. „Það er t.d. fínt að ganga yfir í Grundarfjörð sem og upp á fjöll og niður við strönd.“
Snæfellsnessþjóðgarður er í næsta nágrenni þar sem ferðamaðurinn getur skoðað heillandi náttúru og minjar.