Vestast á Snæfellsnesi
Ef gerð væri skoðanakönnun um fallegustu sveitarfélög á landinu, þá er ég nokkuð viss um að Snæfellsbær, yrði á topp fimm yfir náttúrufegurstu sveitarfélög landsins. Enda er Snæfellsbær vestast á Snæfellsnesi, með sína 1.700 íbúa, með einstaklega sérstaka náttúru, og heilan þjóðgarð, Snæfellsjökulsþjóðgarð í sveitarfélaginu. Á síðasta ári sóttu þjóðgarðinn heim, rúmlega hálf milljón ferðalanga. Snæfellsbær er ekki bara náttúra, í bænum eru tvö þorp, Arnarstapi og Hellnar á sunnanverðu nesinu, og þrír bæir á því norðanverðu. Vestast er Hellissandur, síða kemur Rif, með eina bestu fiskiskipahöfn landsins, og austast er fjölmennasti þéttbýliskjarninn, útvegsbærinn Ólafsvík. Margar þekktar og einstakar náttúruperlur eru þarna undir jökli, eins og ströndin milli Hellna og Arnarstapa, Lóndrangar, Dritvík og Svörtuloft, bjarg vestast á Snæfellsnesi. Síðan auðvitað eldfjallið Snæfellsjökull, eitt formfegursta fjall Íslands. Þegar Icelandic Times / Land & Saga átti leið um nesið í liðinni viku var jökullinn falinn í skýjahulu, en það kom ekki að sök, því náttúran er svo einstök þarna vestast á Snæfellsnesi.
(Flettið síðunni hér og skoðið glæsilegar myndir og umfjöllun um Snæfellsbæ)

Ólafsvík, höfuðstaður Snæfellsbæjar

Höfnin Ólafsvík

Jöklarar, heiðursvarði um drukknaða sjómenn á Hellissandi. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson

Hús andanna, á Hellissandi

Gamli og nýi tíminn, Arnarstapa

Ný hús á Hellnum

Höfnin á Rifi, með betri höfnum landsins

Lóndrangar frá Þúfubjargi

Fuglinn er kominn í Þúfubjarg

Horft niður af Þúfubjargi

Nýja þjóðgarðsmiðstöðin fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð á Hellissandi var vígð nú um daginn, vegleg, falleg bygging sem var hönnuð af Arkís arkitektum

Nýja þjóðgarðsmiðstöðin fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð á Hellissandi, er vel staðsett í vestanverðum bænum

Nýja þjóðgarðsmiðstöðin fyrir Snæfellsjökulsþjóðgarð á Hellissandi, er 700 fermetra bygging, sem kostaði 700 milljónir að byggja
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Snæfellsnes 21/04/2023 :A7R IV, A7R III, A7C : FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G