Handritaspjall Guðrúnar Nordal í Landnámssýningunni Aðalstræti

Sunnudaginn 3. apríl kl. 14 gefst gestum sýningarinnar Landnámssögur – arfur í orðum kostur að hlýða á Guðrúnu Nordal forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum spjalla um íslensk handrit. Nánar tiltekið Íslendingabók, Landnámu og Kjalnesingasögu en þessi handrit eru hluti af sýningunni sem hýst er í húsi Landnámssýningarinnar í Aðalstræti 16.

icelandictimes landogsaga nordalSýningin, Landnámssögur – arfur í orðum, fjallar um sögur sem hafa lifað með þjóðinni í árhundruð og varðveittar eru í handritum sem eiga rætur að rekja aftur til 12. aldar. Auk áður nefndra handrita eru einnig til sýnis Jónsbók og kaupbréf fyrir Reykjavík frá árinu 1615. Einstakt menningarlegt gildi íslensku handritanna er viðurkennt á alþjóðavísu og er handritasafn Árna Magnússonar á heimsminjaskrá UNESCO.
Icelandic times landimRoman Gerasynenko
Spjallið er hluti af fyrirlestraröð sem Árnastofnun stendur fyrir alla sunnudaga í apríl í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur. Fræðimenn Árnastofnunar munu ausa af brunni visku sinnar í um 20 mínútur í senn. Gestum gefst kostur á að varpa fram spurningum um efni fyrirlestrarins. Þessi dagskrá fer fram á íslensku.

Frítt er inn á handritasýninguna Landnámssögur – arfur í orðum á meðan handritaspjallinu stendur.