Goðafoss

Hann er einstakur

Goðafoss í Skjálfandafljóti er einstakur. Einn af vatnmestu fossum landsins, fallegur og í hálf tíma aksturfjarlægð frá Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Nokkur hundruð metra frá Hringvegi 1. Hann er ekki hár, 15 metrar og 30 metra breiður. Goðafoss var (loksins) friðlýstur árið 2020. Löngu áður, árið 1000, var Þorgeiri Þorkelssyni heiðnum lögsögumanni Alþingis, falið það erfiða hlutverk að ná sáttum á þinginu á Þingvöllum milli heiðinna manna og kristinna. Þorgeir leggst undir feld, og lét ekki kræla á sér fyrr en daginn eftir, og kallar þá þingmenn til Lögbergs. Segir það stríða gegn almannahag ef menn skyldu eigi hafa lög ein á landi hér. Þorgeir hafði áhyggjur af trúardeilum, og vildi miðla málum. Hann kvað svo upp dóm sinn og mælt var í lögum að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka. Komið var til móts við heiðna menn með nokkrum frávikum frá kristnum sið, til dæmis að blóta mætti á laun. Þorgeir hafði verið sjálfur heiðinn fram að þessu. Þjóðsagan segir að hann hafi varpað goðalíkneskjum sínum í Goðafoss, þegar hann kom af Alþingi, enda bjó hann rétt vestan við fossinn á Ljósavatni, þar sem Bárðardalur, Ljósavatnsskarð / Fnjóskadalur og Kaldakinn mætast. Hér koma myndir af Goðafossi, sumar vetur vor og haust.

Goðafoss
Goðafoss
Goðafoss
Goðafoss
Goðafoss
Goðafoss
Goðafoss

Goðafoss 17/02/2024
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson