• Íslenska

Um þessar mundir rís 12 hæða íbúðaturn við Höfðatorg ásamt 9 hæða skrifstofu- og þjónustu-húsnæði. Þar starfa nú á annað hundrað iðnaðarmanna en áætluð verklok eru haustið 2018.

Höfðatorg, tölvuteikning loftmynd
Íbúðaturninn við Bríetartún er 94 íbúða fjölbýlis-hús á sjö og tólf hæðum en þess má geta að hann verður sá fyrsti á Íslandi sem búinn er vatnsúða-kerfi. Í húsinu verða tvö stiga- og lyftuhús með tveimur lyftum í hvoru lyftuhúsi. Stæði eru í bílakjallara svæðisins sem er samtengdur öðrum byggingum við Höfðatorg. Eykt ehf. sér um allar framkvæmdir á Höfðatorgi.

Höfðatorg