Höfrungur á Akranesi

Úti á Grenjum á Akranesi voru þessir feðgar í gær að virða fyrir sér Höfrung AK 91, eikarskip sem var smíðað þar árið 1955. Höfrungur AK91, eða littli höfrungur eins og heimamenn kölluðu hann var mikið happafley, fiskaði vel. Skipið var síðan selt til Portúgals árið 1986, en af ýmsum ástæðum fór Höfrungur aldrei þangað. Endaði að lokum í fjörunni framan við Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar þar sem skipið var smíðað fyrir 66 árum. Nú er skipið eitt af mest sóttu ferðamannastöðum á Akranesi, fallegum bæ sem er aðeins í 50 km/ 30 mi fjarlægð frá höfuðborginni. Bæ sem hefur svo margt upp að bjóða. Þarna er einn af bestu frisbí golfvöllum landsins, flott minjasafn og auðvitað Guðlaugu náttúrulaugin í flæðamálinu á Langasandi.  

Finnskir feðgar á ferðalagi um Ísland virða fyrir sér Höfrung á Akranesi. 

Akranes 01/08/2021  16:17 135mm

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson