Hraglandi í dag

Hraglandi í dag

Svipmyndir frá Reykjavík í dag. Það var hraglandi, en birti inn á milli. Ekta íslenskur vetur. Sem ljósmyndari legg ég ekki í vana minn að taka myndir á símann. En tæknin hefur breyst. Á síðustu tíu árum hefur framleiðsla og sala á myndavélum farið úr 125 milljónum myndavéla á ári niður í sex milljónir. Símarnir hafa tekið við fyrir venjulegt fólk sem vill mynd af úr tveggja ár afmæli, öldruð karöflum, snjókomu eða bara úr búðarferð. Mynd sem er síðan send beint úr símanum á samfélagsmiðla eða bara til ömmu með smsi. Hér, lesendur góðir eru svipmyndir, óunnar beint úr síma, af íslenskum augnablikum í byrjun febrúar. Og það birtir til í næstu viku, verður sól og skítkallt, eftir hraglandann í gær og í dag. Það eru engir myndatextar; þetta eru bara ör móment á Gömlu Hringbraut, Laugavegi og Bústaðavegi. Þótt síminn sé góður, legg ég ekki frá mér myndavélina, því þrátt fyrir góð gæði, er sími sími og myndavél verkfæri til að fanga augnablik á besta mögulegan hátt. 

Reykjavík 03/02/2024 – Xperia V

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson