Brúin yfir Hvítá hjá Ferjubakka, byggð árið 1928 og kostaði þá 169 þúsund.

Hrímhvít Hvítá

Hvítá er tíunda lengsta á Íslands, og er uppspretta hennar við Eiríksjökul og Langjökul, í mörgum ám sem síðan sameinast. Í Hvítá er nokkur veiði, þó meira í sumum þverám hennar. Grímsá, Þverá og Kjarrá sem renna í Hvítá eru með bestu og dýrustu laxveiðiám landsins. Brúin yfir Hvítá, sem stendur á vegi 510 hjá Ferjubakka í Borgarfirði var hönnuð af Árna Pálssyni verkfræðingi Vegagerðarinnar. Brúin sem er einbreið og 106 metra löng, var valin af Verkfræðingafélagi Íslands eitt af verkfræðiafrekum síðustu aldar á Íslandi. Í fimmtíu ár var brúin aðal þjóðleiðin milli suður og suðvesturlands norður og vestur á Snæfellsnes og firði, áður en Borgarfjarðarbrúin, mest brúa á Íslandi var vígð árið 1979, sunnan við Borgarnes

Horft í suðvestur eftir ísilagðri Hvítá, að Borgarfirði. Hafnarfjall til hægri, Brekkufjall til vinstri.

Borgarfjörður 03/01/2022  12:01 & 12:21 –  A7C : FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0