Hrímhvít Hvítá

Hvítá er tíunda lengsta á Íslands, og er uppspretta hennar við Eiríksjökul og Langjökul, í mörgum ám sem síðan sameinast. Í Hvítá er nokkur veiði, þó meira í sumum þverám hennar. Grímsá, Þverá og Kjarrá sem renna í Hvítá eru með bestu og dýrustu laxveiðiám landsins. Brúin yfir Hvítá, sem stendur á vegi 510 hjá Ferjubakka í Borgarfirði var hönnuð af Árna Pálssyni verkfræðingi Vegagerðarinnar. Brúin sem er einbreið og 106 metra löng, var valin af Verkfræðingafélagi Íslands eitt af verkfræðiafrekum síðustu aldar á Íslandi. Í fimmtíu ár var brúin aðal þjóðleiðin milli suður og suðvesturlands norður og vestur á Snæfellsnes og firði, áður en Borgarfjarðarbrúin, mest brúa á Íslandi var vígð árið 1979, sunnan við Borgarnes

Horft í suðvestur eftir ísilagðri Hvítá, að Borgarfirði. Hafnarfjall til hægri, Brekkufjall til vinstri. 

Brúin yfir Hvítá hjá Ferjubakka, byggð árið 1928 og kostaði þá 169 þúsund. 

 

Borgarfjörður 03/01/2022  12:01 & 12:21 –  A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson