Hrísey og Látraströnd

Hrísey og Látraströnd

Hrísey í miðjum Eyjafirði er önnur stærsta eyja landsins eftir Heimaey. Hún er 8 km² stór og blágrýtisgrunnur hennar er 10 milljón ára gamall. Samfelld byggð hefur verið í eyjunni frá landnámi, en Hríseyjar Narfi Þrándarson nam eyjuna. Nú búa þar tæplega 160 manns, en eyjaskeggjar teljast sem Akureyringar eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 2004. Hrísey er griðland fugla, en 40 tegundir verpa í eyjunni, meðal annars rjúpa, æðarfugl og krían, sem á það til að gogga í mann og annan ef hann hættir sér inn í þeirra varpland. Ferjan sem tengir eyjuna við meginlandið, siglir 9 sinnum á sólarhring frá Árskógsströnd.

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Hrísey 17/07/2021  10:01 200-600mm