Sequences, sýningingin í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Í 10 daga í 11 sinn

Sequences er myndlistarhátíð sem stendur yfir í tíu daga nú í október hér í Reykjavík. Hátíðin er sýningarvettvangur fyrir íslenska og erlenda myndlistarmenn til að færa nýja strauma í myndlist til almennings. Hér er alþjóðleg sýning sem gefur almenningi færi að upplifa samtímalist á heimsmælikvarða. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin. Nýir sýningastjórar eru ár hvert, þetta árið koma þeir frá Eistlandi. Sýningastjórarnir koma nýir og ferskir fyrir hverja hátíð til að móta einstaka sýningu ár hvert. Því tilgangurinn er auðvitað að sýna það sem vel gert hér heima, og færa inn strauma og stefnur frá útlöndum, verða virkur vettvangur fyrir samskipti, eftirsóttur staður fagfólks í alþjóðlegu myndlistar senunni að sjá og hitta mann og annan. Og fyrir okkur hin, sem viljum upplifa eitthvað nýtt. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Get ég ekki séð, (e.Can’t See). Umfang sýningarinnar er mjög mikið, ótrúlega margir viðburðir. Heimasíða hátíðarinnar er https://sequences.is – til að finna sýningar, uppistand og miklu meira sem Sequences hátíðin í ár býður upp á. Land & Saga tók hús á hátíðinni í Safnahúsinu við Hverfisgötu sem hluti af Listasafni Íslands.

Sequences, sýningingin í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sequences, sýningingin í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sequences, sýningingin í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Sequences, sýningingin í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Safnahúsið við Hverfisgötu, vígt 1908, þar sem Sequences myndlistarhátíðin tekur yfir stóran hluta fyrstu hæðar

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 18/10/2023 –  A7C, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0