Jóhannes S. Kjarval, úr Lífshlaupi Kjarvals, 1929-1936.
Leiðsögn um Lífshlaup Kjarvals
Sunnudaginn 20. mars kl. 15 á Kjarvalsstöðum

kjarval veggur clickRannver H. Hannesson forvörður og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segja frá veggmyndinni Lífshlaupið sem Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti á árunum 1929-1933. Verkið er nú á sýningunni Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur á Kjarvalsstöðum. Haft var eftir Kjarval að hann teldi sig jafnvel hafa málað sínar skástu myndir á veggi vinnustofunnar.

listasaf reykjavikur icelandic timesclick

391 001

Fjallamjólk eftir Jóhannes S. Kjarval frá Borgarfirði Eystra

Lífshlaupið var tekið niður á áttunda áratug síðustu aldar og það flutt til Danmerkur til viðgerðar. Fjallað verður um sögu og efni verksins, rætt um gildi þess að það var á sínum tíma tekið niður og varðveitt og greint frá aðferðum sem forverðir beita við að varðveita verk sem þetta. Lífshlaupið er nú í eigu afkomenda Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttir, sem kenndur var við Síld og fisk, og er varðveitt í Gerðarsafni.

Nú gefst einstak tækifæri til að kynnast verkinu á Kjarvalsstöðum en það er eitt af lykilverkum sýningarinnar Hugur og heimur.

Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.