Jóladagskrá Árbæjarsafns
20. desember kl. 13:00-17:00
Jóladagskrá Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur hlotið fastan sess í menningarlífi borgarbúa á aðventunni.  Ungir sem aldnir geta rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra og syngja saman jólalög. Þá gefst gestum tækifæri að taka þátt í jólalegum ratleik um safnsvæðið. Að vanda býður Dillonshús upp á ljúffengar veitingar, heitt súkkulaði og jólalegt meðlæti.     
           
icelandic times gluggagaerJóladagskrá Árbæjarsafns
sunnudaginn 13. des 13:00-17:00
•    14:00 verður guðsþjónusta í safnkirkjunni. Prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson og organisti er Sigrún Steingrímsdóttir.
•    Kl. 14:30 verða hugljúfir jólatónleikar í safnkirkjunni með Huga Jónssyni einsöngvara og Kára Allanssyni organista.
•    15:00 hefst jólatrésskemmtun á torginu. Þar verða sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð, við harmónikkuundirleik og kórsöng.
•    14:00-16:00 Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið, hrekkjóttir og stríðnir að vanda og taka þátt í dansinum kringum jólatréð.    icelandic times IMG_1436  
            
icelandic times IMG_1380Jólaundirbúningur og handverk í húsum Árbæjarsafns
Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunnið og prjónað. Þar verður  jólatré einnig vafið lyngi. Í Kornhúsinu  fá börn og fullorðnir að föndra, búa til músastiga, jólapoka og sitthvað fleira. Í Hábæ verður hangikjöt í potti og gestum boðið að bragða á nýsoðnu keti. Í Nýlendu verður hægt að fylgjast með tréútskurði og Miðhúsum verður hægt að fá prentaða jólakveðju. Í Efstabæ er jólaundirbúningurinn kominn á fullt skrið og skatan komin í pottinn. Í hesthúsinu frá Garðastræti er sýnt hvernig fólk bjó til tólgarkerti og kóngakerti í gamla daga. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og krambúðin verður með kramarhús, konfekt og ýmsan jólavarning til sölu. icelandic times IMG_1949icelandic times IMG_1496
icelandic times IMG_1238Sýningar
Í Lækjargötu 4 er sýningin Neyzlan – Reykjavík á 20. öld sem fjallar um hvernig samfélagið á Íslandi þróaðist frá sjálfsþurftarbúskap til tæknivædds markaðsbúskapar á nokkrum áratugum. Þar er einnig að finna litla sýningu sem nefnist Aðfangadagskvöld 1959. Í Kornhúsinu má sjá sýninguna Hjáverkin sem fjallar um vinnuframlag kvenna inni á heimilum á árunum 1900-1970. Í Landakoti er hin skemmtilega sýning Komdu að leika!
Aðgangseyrir er 1400 kr. fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn 18 ára og yngri, ellilífeyrisþega (70+) og öryrkja. Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að safninu.

Christmas Program at Árbær Open Air Museum
December 20, at 13:00-17:00 (1pm – 5pm)

Immerse yourself in the sights, smells and sounds of a traditional Icelandic Christmas at Árbær Open Air Museum.
The ever popular Christmas program, at Árbær Open Air Museum has become a fixture of the Reykjavík´s Christmas calendar. Visitors, young and old, will enjoy experiencing the Christmas preparation and celebration of days gone by. This includes preparation of traditional Icelandic Christmas food and crafts, for example candle making.
Playful Yule Lads (traditional Icelandic Santa Clauses) peep through windows and play tricks on guests. Traditional Christmas sweets will be on offer in the General Store, hot chocolate at the Museum Café and much more.
Admission fee for adults 18+ is 1400 ISK but free for children under age of 18 years and people over 70 years old. Owner of the Reykjavik City Card also get a free entrance.
•    14:00 (2 pm) Mass in the museum church
•    14:30 (2:30 pm) Christmas concert in the museum church with Hugi Jónsson baritone and Kári Allansson organist.
•    15:00 (3 pm) Dancing and singing around the Christmas tree.
•    14:00-16:00 (2 – 4 pm) Some Icelandic Yule Lads will be entertaining museum guests in the late afternoon.