Jólavættir Reykjavíkurborgar.   

Leitin að jólavættunum
2. desember–6. janúar í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum

Allar jólavættir Reykjavíkurborgar verða búnar að koma sér fyrir í Listasafni Reykjavíkur, bæði í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum, föstudaginn 2. desember og munu gleðja gesti safnsins allan mánuðinn og fram til 6. janúar 2017. Einnig verður vættunum varpað á húsveggi víðsvegar í bænum þar sem verður hægt að finna Leppalúða, Leiðindaskjóðu, Stekkjastaur, Jólaköttinn og fleiri furðuverur.jolin-land-og-sagaclick

Jólavættirnar sem Gunnar Karlsson myndlistarmaður hefur teiknað byggja á hugmynd Hafsteins Júlíussonar um að tengja Jólaborgina Reykjavík við íslenska sagnahefð.

Jólavættunum er ætlað að kynna sérstöðu Reykjavíkurborgar fyrir innlendum og erlendum gestum hennar. Þær birtast jafnframt á húsveggjum víðsvegar um borgina þar sem þeim verður hampað.

Samhliða fer af stað spennandi ratleikur fyrir alla fjölskylduna sem nefnist Leitin að jólavættunum. Leikurinn byggist á að finna vættirnar á húsveggjum borgarinnar og svara léttum og skemmtilegum spurningum um þær. Dregið er úr svarseðlum og vegleg verðlaun í boði fyrir þrjá heppna þátttakendur sem eru með öll svör rétt.

Hægt er að nálgast svarseðil fyrir ratleikinn í Listasafni Reykjavíkur, á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Skilafrestur í leikinn er til og með 20. desember. Úrslitin verða kynnt þann 21. desember.   

Yfirstandandi sýningar:
Hafnarhús
07.10.2016–05.02.2017
YOKO ONO:
EIN SAGA ENN…

Ásmundarsafn
29.10.2016–01.05.2017
Ásmundur
Sveinsson
og Þorvaldur
Skúlason:
Augans börn

Kjarvalsstaðir
03.09.2016–08.01.2017
Hildur Bjarnadóttir:
Vistkerfi lita

Hafnarhús
07.10.2016–22.01.2017
Erró: Stríð og friður

www.listasafnreykjavikur.is
www.artmuseum.is