Kaffi Garðurinn er lítið kaffihús staðsett á Klapparstíg í hjarta borgarinnar. Gestir staðarins geta valið úr fjölbreyttu úrvali gómsætra vegan- og grænmetisrétta. Þetta notalega kaffihús hefur verið í uppáhaldi meðal bæjarbúa og ferðafólks í meira en áratug. Íslensk hráefni eru notuð eins og kostur er og ljúffengir réttirnir eru ferskir og frumlegir. Andrúmsloftið er þægilegt og rólegt og allt starfsfólkið leggur stund á hugleiðslu með hinum virta kennara Sri Chinmoy. Þau leggja áherslu á að skapa róandi umhverfi fyrir viðskiptavini sem er innblásið af hugmyndafræði Sri Chinmoy um þjónustu.
Matseðill kaffihússins breytist reglulega en þar má finna rétti á borð við grænmetis- og chilisúpu, súpu með rauðum linsubaunum, súrsæta Texas súpu, gríska spínatsúpu, mexíkóska súpu og tyrkneska baunasúpu. Allar súpurnar eru vegan og án glútens og eru smekkfullar af ferskum og bragðgóðum hráefnum. Meðal annarra rétta má nefna snöggsteikt blómkál með indversku kryddi, spínat lasagna, jarðhnetukássu, grænmetiskarrí og möndluhleif. En vertu viss um að eiga pláss fyrir eftirrétt þar sem að boðið er upp á úrval af vegan kökum og hrákökum ásamt öðru góðgæti.
Klapparstígur 37, 101 Reykjavík
561 2345
www.kaffigardurinn.is