STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR KLAUSTUREYJAN Á SUNDUM
Yfirlit Viðeyjarrannsókna
Inngangur
Grein þessi byggir á fyrirlestri um fornleifarannsókn í Viðey, sem höfundur hélt á aðalfundi Hins íslenska fornleifafélags í desember 1994.
I upphafi verður saga Viðeyjar rifjuð upp í fáum orðum og að því loknu fjallað í stuttu máli um klausturhald hérlendis og erlendis á miðöldum.
Greint verður frá vitnisburði fornleifa um búsetu í Viðey og drepið á nokkrar greiningar sem gerðar hafa verið í sambandi við rannsóknina. Einnig verður stuttlega greint frá athyglisverðum gripum og innanstokksmunum sem fundist hafa við uppgröftinn. Að lokum skýrir greinarhöfundur frá túlkun sinni og hugmyndum um búsetu í Viðey.
BarnadagurIIRannsókn í Viðey hófst undir stjórn Mjallar Snæsdóttur og Sigurðar Bergsteinssonar sumarið 1987. Árið eftir tók Margrét Hallgrímsdóttir við stjórn rannsóknarinnar og kom greinarhöfundur til samstarfs sumarið 1994. Auk greinarhöfundar og Margrétar Hallgrímsdóttur hafa Anna Lísa
Guðmundsdóttir jarðfræðingur og Guðrún Harðardóttir forvörður unnið að rannsókninni árið um kring en fjölmargir aðrir hafa unnið við uppgröftinn á sumrin. Þetta fólk á allt þakkir skildar fyrir vel unnin störf.
Borgarsjóður kostar fornleifarannsóknina í Viðey, sem Árbæjarsafn annast.
Saga byggðar í Viðey
Tveir mestu höfðingjar landsins á Sturlungaöld, Þorvaldur Gissurarson og Snorri Sturluson, stofnsettu klaustur í Viðey árið 1226. Magnús Gissur-
arson, biskup í Skálholti, vígði klaustrið og var það af Ágústínusarreglu.2 Röskum 100 árum seinna, nánar tiltekið árið 1344, var regla Ágústínusar afnumin tímabundið og Benediktsreglu komið á hennar í stað. Átta árum síðar var aftur komið á Ágústínusarreglu í Viðey og var klaustrið starfrækt fram undir miðja 16. öld.
Reikna má með að búskapur hafi verið stundaður í Viðey áður en klaustrið var stofnsett þar, jafnvel frá því skömmu eftir landnám. Niðurstöður rannsókna á fornleifunum þar styðja þá tilgátu og ritaðar heimildir gefa til kynna að kirkja hafi verið byggð í Viðey um 1200.5
Eftir siðbreytingu varð Viðey hjáleiga frá Bessastöðum og byrjað var aðreka „hospital" eða sjúkrahæli í eynni, trúlega í upphafi 17. aldar. Nokkurslík voru rekin hér á landi á þessum tíma. Hospitöl voru fyrst og fremst
vistheimili fyrir holdsveika sjúklinga en voru einnig athvarf fyrir utangarðsfólk. Spítalinn í Viðey var fluttur til Gufuness árið 1752 og var starfræktur þar uns hann var lagður niður árið 1795.''
Skúli Magnússon, sem skipaður hafði verið landfógeti árið 1749, settist að í Viðey 1751 en eyjan var þá eign konungs. Hann lét byggja Viðeyjarstofu nokkrum árum síðar og ný kirkja var vígð í Viðey árið 1774.7 Þessi hús standa enn þann dag í dag (1. mynd). Ólafur Stephensen, stiftamtmaður, settist að í Viðey árið 1793 og síðar tók sonur hans, Magnús Stephensen konferensráð og dómstjóri í landsyfirrétti, við forráðum í eynni og keypti Viðey af konungi." Viðey er nú í eigu Reykjavíkurborgar.
Vangaveltur um klausturhald
Kristin kirkja setur mark sitt á evrópska menningu á miðöldum og fyrir
tilstuðlan hennar bárust hingað til lands erlend menningaráhrif. Kirkjuskipan og tilkoma klaustra á Islandi hefur eflaust ekki verið undanþegin  þessum áhrifum.
Hvernig húsaskipan íslenskra klaustra innbyrðis var háttað virðist hvergi vera getið í rituðum heimildum en getgátur hafa verið uppi um að íslensku klaustrin hafi borið svipmót af býlum stórbænda og verið ólík er-
lendum klaustrum. Þessar ályktanir hafa t.d. Anna Sigurðardóttir og Björn Þorsteinsson dregið, m.a. af því hversu fámálir fornritahöfundar okkar íslendinga hafa verið um þessi efni.'J
Einnig hefur verið tekið mið af 18. aldar úttektum og lýsingum á íslenskum klausturjörðum við rannsóknir á húsakosti íslenskra klaustra.
Klaustur á íslandi voru hins vegar rekin frá 12. öld fram að siðbreytingu. Hingað til hefur verið gengið út frá því að þessar úttektir lýsi byggingum klaustursins sem stóð á sama grunni a.m.k. 300 árum áður en úttektirnar
eru gerðar, þrátt fyrir að umtalsverðar breytingar hafi orðið í samfélaginu í kring. Á þessar klausturjarðir var iðulega kominn bær á 18. öld, sem nefndur hefur verið klausturbær í þessu samhengi vegna staðsetningar
hans.1" í 18. aldar úttektum á húsum í Viðey (1701, 1702 og 1737) er talað 

https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=140188&pageId=2057758&lang=is&q=klaustur%20%ED%20Vi%F0ey%20%ED