Í vor fagnaði listagalleríið Kling & Bang tuttugu ára afmæli. Safnið hefur verið vettvangur fyrir framsækna myndlist allan þennan tíma. Stefna safnsins er að kynna myndlist sem ögrar samhengi og inniheldur skapandi hugsun fyrir eldri jafnt sem yngri myndlistarmenn. Stundum eru sýningar unnar í samstarfi við utanaðkomandi gallerí eða sýningarstjóra. Nú er í gangi samsýning fjögurra listamanna frá Los Angeles, ákveðin tæknileg atriði þess að vera. Listamanna sem eiga rætur sínar í listasögu englaborgarinnar frá 2010 til dagsins í dag. Safnið er til húsa í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Húsið er vert að heimsækja, því þarna eru fleiri listasöfn, fyrna góður matsölustaður ásamt einstöku útsýni yfir höfuðborgina.
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/07/2023 : A7C, A7R IV, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM. 2.0/35mm Z