Kóngurinn kemur

Kóngurinn kemur

Það verður mikið um að vera á Árbæjarsafni næstkomandi sunnudag, þann 30. júní. Bæjarbúar bíða spenntir eftir komu kóngsins til landsins, Friðriks VIII, og hafa skreytt götur og torg af því tilefni. Vatnsberinn mun vera við vatnspóstinn til að flytja gestum og gangandi bæjarslúðrið auk frétta af konungskomunni kl. 13, 14, 15 og 16.

Í Nýlendu bíður fólk spennt eftir komu kóngsins mitt á milli þess sem saltfiskur er breiddur. Í Miðhúsi verður prentari að störfum og leyfir gestum að spreyta sig. Í Árbæ situr húsfreyjan og þeytir rokkinn og steikir lummur, í haga má svo sjá búsmalann á beit.

Hvergi er það betra en á Árbæjarsafni að virða fyrir sér þær miklu breytingar sem hafa orðið í borginni á undanfarinni öld og góð skemmtun að ganga um safnið, skoða hús og þá sýningagripi sem þau geyma.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Frítt inn fyrir yngri en 18 ára, 70 ára og eldri og öryrkja.

Árbæjarsafn

Sunnudag 30. júlí 2017

13:00 – 16:00

 

The King is coming

On Sunday, July 30th there will be a lot of activities at the Árbær open air museum. The townspeople are awaiting the arrival of His Majesty King Frederick VIII of Denmark and have decorated their houses, as well as street and the Town Square. Visitors can enjoy a visit to the Printer´s shop where the local printer will be at work, as well as a young lady who is drying salted Cod. In the farmhouse the lady of the house offers visitors to taste her freshly made Icelandic pancakes as well as showing them how the wool is spun into yarn. 

Light refreshments will be available at Dillon’s Museum Café.

Admission is free for children 17 years and younger, elderly over 70 years of age and disabled people