Marshallhúsið við Reykjavíkurhöfn út á Granda er gersemi. Bæði húsið sjálft og starfsemin í húsinu, með sín fjögur myndlistargallerí og einn veitingastað. i8 gallery er með tvö sýningarrými í húsinu þar sem tvær listakonur sýna nú listir sínar. Í efra rýminu er Cast of Mind, sýning B. Ingrid Olson frá Kólaradó í Bandaríkjunum (f:1987) og í neðri salnum, Þulu er íslenska listakonan Sunneva Ása Weisshappel (f:1989) með sýninguna Flagð/Jezebel þar sem listakonan rannsakar flókið og marglaga félagsmunstur kvenna. Þar sem hár, blúndur og nælonsokkar mæta okkur í margslungnum verkum um vináttu og hælbíta í samskiptum kvenna.





Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 30/07/2023 : A7C : FE 1.4/24mm GM