Þann 24. október 1975, fyrir 48 árum var haldin einn stærsti útifundur íslandssögunnar á Lækjartorgi. Þá mættu vel yfir 25 þúsund konur á degi Sameinuðu Þjóðanna, til að vekja athygli á málefnum kvenna. Fundurinn vakti heimsathygli og var mikið um hann fjallað í erlendum miðlum.
Í ár var Kvennafrídagurinn haldin í sjöunda sinn, og var metþátttaka í blíðviðrinu á Arnarhóli í miðbæ Reykjavíkur. Sjaldan eða aldrei hefur verið haldin svona fjölmenn samkoma á Íslandi. Lögreglan hélt að um hundrað þúsund manns hefði verið á Arnarhóli, fjórðungur þjóðarinnar, helmingur íslenskra kvenna. Helstu baráttumálin nú er kynbundin launamunur í forgrunni, en einnig barátta gegn kynbundnu ofbeldi. Síðan ólaunuð störf kvenna, á borð við umönnun barna og heimilisstörf. Fundurinn í ár vakti einnig mikla athygli erlendis, en hann var á forsíðu BBC, The Guardian og N.Y. Times. Auðvitað fór Land & Saga niður á Arnarhól og skrásetti Íslandssöguna.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 24/10/2023 – A7RIII, A7R IV, A7C : FE 1.8/20mm G, FE 2.5/40mm G, FE 2.8/100mm GM