Kvennahlaup í Viðey!
Laugardaginn 13. júní 10:45 — 13:00

kvennahlupVið bjóðum allar konur velkomnar út í Viðey til þess að taka þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ þann 14. júní sem haldið verður í sjötta sinn í eyjunni í ár. Það er hreint út sagt dásamlegt að hlaupa í Viðey. Hlaupaleiðin er mjúk undir fót og þægileg. Náttúran og fuglalífið skartar sínu fegursta í júní og margs að njóta á hlaupaleiðinni.
Kvennahlaup ÍSÍ er orðinn fastur liður í lífi margra kvenna sem bíða spenntar eftir þessum skemmtilega degi. Kvennahlaupið er holl hreyfing og um leið kjörið tækifæri til að upplifa samkennd og ánægjulega samveru kynslóðanna. Hlaupið verður ræst frá Viðeyjarstofu kl. 10:45 og það verður um tvær hlaupaleiðir að velja, 3 km og 7 km.

videy icelandic times 11393310_10152736429250771_6952485655691968355_oSiglt verður frá Skarfabakka kl. 10.15 með hlaupakonur sem fá afslátt í ferjuna og greiða því 2500 kr. í þátttökugjald og ferjutoll. Börn undir 13 ára aldri greiða 1500 krónur. Innifalið í þátttökugjaldinu er kvennahlaupsbolurinn og verðlaunapeningur.

Skráning fer fram í miðasölu Eldingar á Skarfabakka, þaðan sem Viðeyjarferjan siglir. Hægt verður að skrá sig 12. og 13. júní. Siglt er til baka frá Viðey á hálfa tímanum allan daginn frá 11:30 til 18:30.

Viðeyjarstofa verður opin og þar er hægt að kaupa dýrindis veitingar við allra hæfi.
Tengiliður: Ágústa Rós Árnadóttir 820-1977