Kvöldgöngur 2015 – Revíur og rómantík
Revíur og rómantík eru í aðalhlutverki í kvöldgöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 30. júlí kl. 20. Gönguna leiðir Sveinn Enok Jóhannsson söngvari ásamt Gunnari Ó. Kvaran harmonikuleikara.

landogsag icelandic times 3. 1930-postkortSveinn, sem er klassískur söngvari og hefur tekið þátt í ófáum óperuuppfærslum, mun hefja upp raust sína á sögulegum slóðum og syngja dægurlög sem tengjast húsunum sem skoðuð verða í þessari áhugaverðu kvöldgöngu. Helga Maureen Gylfadóttir, sagnfræðingur, kryddar svo gönguna með sögulegum fróðleik.  
Gangan, sem er hluti af kvöldgöngum menningarstofnana Reykjavíkurborgar, verður farin fimmtudagskvöldið 30. júlí, kl. 20 og er lagt upp frá Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Gert er ráð fyrir að hún taki um 90 mínútur.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Póstkort ca. 1930. Myndin er varðveitt á Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Frekari upplýsingar veitir Sveinn Enok Jóhannsson, s.  848 3103 og Helga Maureen Gylfadóttir, s. 693 6992.

 
Borgarsögusafn Reykjavíkur samanstendur af:Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti,Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey með sínum sögulegu byggingum og listaverkum.

landogsag icelandic times 3. 1930-postkort