Kvöldopnun á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 24. september

Ókeypis frá 17–22

Kjarvalsstaðir verða opnir til kl. 22 annað kvöld og er ókeypis inn frá kl. 17. Boðið verður upp á tónlist og leiðsagnir og hefst dagskráin kl. 19. Kvöldopnunin er haldin í tilefni af hverfaviku borgarinnar í Hlíðum, Norðurmýri og Holtum.

Happy Hour verður á veitingastaðnum á Kjarvalsstöðum frá kl. 16.30-19.30.

Gestum á kvöldopnun býðst að kaupa Menningarkort með 20% afslætti og ef keypt eru tvö kort fást þau á verði eins.

listasan reykjavikurKjarvalstaðir. Ljósmynd: Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Dagskrá kvöldopnunar:
Kl. 19–22
Þorvaldur Örn Davíðsson píanóleikari og tónskáld leikur fyrir gesti.

Kl. 20
Anna Jóa, sýningarstjóri og Rósa Gísladóttir myndlistarmaður leiða gesti um sýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar.

Kl. 21
Steinunn G. Helgadóttir, myndlistarmaður og rithöfundur leiðir gesti um sýninguna Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals.

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
[email protected]
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí – sept 10-17 / okt. – apríl 13-17