Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Land og saga hefur fjallað um skipulag, byggingar, orkumál, nýsköpun sem og ferðamál í níu ár. Eins og öllum er kunnugt um hafa málefni sem tengjast verklegum framkvæmdum átt undir högg að sækja undanfarin ár en við teljum að nú vori í þessum geira og við viljum sannarlega taka þátt í því. Við stefnum að mánaðarlegri útgáfu þar sem ofangreindum málaflokkum verða gerð góð skil. Í þessu blaði er farið víða. Við ferðumst til Grænlands, förum um norðurslóðir og síðan alla leið til Kína. Íslenska ferðatímaritið Icelandic Times hefur haslað sér völl í Kína með kínverskri útgáfu blaðsins og kynnir land og þjóð fyrir einu fjölmennasta ríki veraldar. Icelandic Times nær til þúsunda ferðaskrifstofa sem og stofnana þar í landi. Auk prentaðrar útgáfu heldur Icelandic Times úti öflugri heimasíðu á fimm tungumálum, þar á meðal á kínversku. Nú nýverið hóf Icelandic Times samvinnu við kínverskar sjónvarpsstöðvar og hefur fréttaflutningur frá Íslandi vakið mikla og verðskuldaða athygli. Við væntum þess að þessu framlagi okkar verði vel tekið, hér eftir sem hingað til.
Einar Þorsteinsson

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá